Garden Party - Partíið endalausa

January 18, 2019 NaN
Garden Party - Partíið endalausa
Fílalag
Garden Party - Partíið endalausa

Jan 18 2019 | NaN

/

Show Notes

Mezzoforte - Garden Party

Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin.

Að þessi músík sé framkölluð af rúmlega tvítugum íslenskum krökkum úr plássi í Norður-Atlantshafi, er dæmi um hvernig vegir tónlistargyðjunnar eru órannsakanlegir. Garðpartí Mezzofortes er snurðulaust, tímalaust og endalaust. Fílið. Njótið.

Other Episodes

Episode

February 12, 2016 01:26:07
Episode Cover

Hungry Heart

Hungur hjartans er milljón sinnum áhrifameira en ljón sem sekkur vígtönnum sínum ofan í gazellu-háls. Hungur hjartans er óstöðvandi, það er sterkara en vatnsafl...

Listen

Episode

February 07, 2015 NaN
Episode Cover

Say It Ain't So - Normcore krakkar þurfa að kæla sig

„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó...

Listen

Episode

December 05, 2025 00:48:42
Episode Cover

Laura's Theme - Lerki og lík

Angelo Badalamenti og David Lynch – Laura Palmer’s theme (from Twin Peaks) Tré, skógur, rökkur. Móða á gleraugum. Blaut laufblöð. Gulir plastborðar flaksa. Grár...

Listen