Mezzoforte - Garden Party
Það eru engin orð framkölluð í laginu sem er fílað í dag. Í því heyrist aðeins söngur saxafóns og tóna. Það er enginn skrítinn framburður sem upplýsir um uppruna, stétt eða stöðu flytjandans. Hér er leikinn hreinn gleðidjass, tónlistin sem leikin er í lyftunni upp í sjöunda himin.
Að þessi músík sé framkölluð af rúmlega tvítugum íslenskum krökkum úr plássi í Norður-Atlantshafi, er dæmi um hvernig vegir tónlistargyðjunnar eru órannsakanlegir. Garðpartí Mezzofortes er snurðulaust, tímalaust og endalaust. Fílið. Njótið.
Carly Simon gaf út lag sitt, You’re So Vain, árið 1972. „Hún er 27 ára þegar þetta lag kemur út en samt er þetta...
„Menn eru eitthvað að tala um normcore í dag eins og það sé hin ultimate hipstera-kaldhæðni. Að klæða sig í kakí-buxur og hvíta strigaskó...
Ef maður myndi spyrja einhvern random Bandaríkjamann um hljómsveitina Pixies, þá eru líkur til þess að hann myndi yppa öxlum og ropa framan í...